Mikilvægt að hafa í huga

  • Áfengi er stranglega bannað í öllum íþróttahúsum (höfum í huga að börn eru á svæðinu)

  • Við mælum með að þeir sem eru með gleraugu séu með linsur

  • Best er að vera í íþróttafötum, síðerma bolum og síðum buxum

    • Þið getið fengið nuddsár af ólunum

    • Gott er að vera með hnéhlífar til að hjálpa við að standa upp

  • Mikilvægt er að þið séuð í fötum sem mega hnökrast

    • Sumar ólar hafa franska rennilása sem geta nuddast við fötin

  • Þetta tekur á svo þið munið svitna! :-)

  • Gott er að hafa með sér föt til skiptana sem og handklæði til að fara í sturtu

  • Útiskór eru bannaðir í íþróttasölum þar sem er parket eða dúkur


Skilmálar

Þátttakendum í bubblebolta ber að kynna sér og fylgja öllum reglum sem eru á heimasíðu Bubblebolta, www.bubblebolti.is. Gerð er krafa um að þátttakendur fari eftir fyrirmælum starfsmanna Bubblebolta í hvívetna. Gæta skal að öryggisreglum öllum stundum.

Hver þátttakandi ber ábyrgð á eigin heilsu og getu til þess að taka þátt í bubblebolta. Í þeim tilvikum sem þáttakandi er yngri en 18 ára, er sá einstaklingur alfarið á ábyrgð forráðamanns . Ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu ef þátttöku lýkur vegna ástæðna sem Bubblebolta verður ekki um kennt. Bubblebolti ber ekki ábyrgð á meiðslum eða öðrum áverkum sem kunna að hljótast af notkun bubblebolta.

Við mælum ekki með því að ófrískar konur, né þeir sem eru með háls- og bakmeiðsli séu að fara í boltana. Spilamennska í bubblebolta er á ábyrgð þeirra sem taka þátt.


Öryggisreglur

  1. Mælum ekki með að bak-, hné- eða hálsveikir né þær konur sem eru óléttar séu að taka þátt í bubblebolta.

  2. Bannað er að hrinda leikmönnum nálægt veggjum, hornum eða áhorfendum.

  3. Bannað er að sparka í fætur leikmanna eða að fara í tæklingar.

  4. Bannað er að hlaupa á þá sem eru í bolta ef maður sjálfur er ekki í bolta og öfugt

  5. Mikilvægt er að draga inn fæturna þegar það er klesst á mann

  6. Öryggisólar á boltum skulu alltaf vera festar (öryggisbeltin)

  7. Bannað er að henda sér á steina eða oddhvassa hluti

  8. Ekki má vera með oddhvassa hluti á sér inni í boltunum (hringar, keðjur, belti, gaddar o.s.frv.)

  9. Bannað er að sparka í boltana með fótunum

  10. Ekki má vera með lausa muni á sér svo sem gleraugu og síma.

  11. Við biðjum leikmenn um spila skynsamlega og af varkárni.

  12. Gæta skal þess að fara vel með boltana í hvívetna

  13. Ávallt skal fara að fyrirmælum dómara/starfsmanns Bubblebolta til að tryggja öryggi þátttakenda.

  14. Passað skal að engir oddhvassir hlutir séu á vellinum og kringum hann