Við bjóðum upp á bubblebolta fyrir öll tilefni og alla aldurshópa. Hvort sem um er að ræða afmæli, skólaskemmtun, vinnustaðaglens eða steggjun/gæsun þá geta allir spilað bubblebolta! 


Verð fyrir leigu bara á boltum, án starfsmanns

Verðið fyrir dagsleigu á 8 boltum er 75 þúsund

Verðið fyrir helgarleigu á 8 boltum er 120 þúsund 

Við sendum ykkur hugmyndir að leikjum og leiðbeiningar hvernig á að blása upp og ganga frá boltunum.

Verð fyrir hópefli með starfsmanni

Verðið fyrir 60 mínútna prógram í Bubblebolta er 50 þúsund án aðstöðu. Ef spilað er út á landi bætist við ferðakostnaður, en við skoðum hvert tilvik fyrir sig.

Verðið er óháð fjölda þátttakenda en hentar mjög vel fyrir 10-25 manns. Hefðbundið prógram innifelur 8 bubblebolta. Ef þið eru fleiri en 8 þá skiptum við hópnum upp í nokkur lið og höldum mót. Bubblebolti tekur vel á, því er ekki verra að vera fleiri en 8 og geta deilt með sér spilatímanum!

Við kappkostum að hafa frábært prógram, þar sem við förum í fullt af leikjum. T.d þá förum við oft í leiki eins og fótbolta, boðhlaup, last team standing, Forseta (halda sínum forseta á lífi), stórfiskahlaup og svo endum við oftast á myndatöku. Hópeflismeistari frá okkur er á staðnum allan tímann og stjórnar skemmtuninni.

Bubblebolti passar fyrir alla! Frábært í hópefli, steggjun/gæsun eða bara hvaða hóp sem er! :-)

Innifalið í okkar þjónustu:

Við sjáum um allt prógrammið frá A-Ö. Við komum á staðinn um hálftíma fyrir, setjum upp boltana, og allt prógrammið og förum yfir reglur. Við þurfum 20 mínútur til að blása upp boltana og koma öllu fyrir og 20 mínútur til að ganga frá. Oftast er hægt að gera það fyrir utan vellina ef pláss er til hliðar. Tíminn sem fer í að stilla upp og ganga frá telst ekki með í spilatímanum.  

Á sumrin reynum við sem mest að vera úti í góða veðrinu. Við erum með rafstöð svo við getum blásið upp hvar sem er. Besta aðstaðan á veturna er innanhús, þá í íþróttahúsi með parketi eða gervigrasi. Einnig er hægt að vera úti á gervigrasi eða á góðu grasi ef veður leyfir. 


Spurningar og svör

+ Hvar er spilað?
Á sumrin erum við oftast úti en við færum okkur inn ef það er vont veður. Á veturna getur verið erfiðara að finna aðstöðu. Ef þið skaffið aðstöðu þá skiptir máli að oddhvassir hlutir séu ekki á staðnum. Ákjósanlegast er að við komumst í rafmagn en við erum með rafstöð til vara ef rafmagn er ekki í boði.

+ Er bubblebolti öruggur?
Bubblebolti er öruggur þar sem allir leikmenn eru festir með öryggisbelti í boltana. Boltarnir verja svo leikmenn frá haus niður að hnjám. Fæturnir eru það eina sem boltinn ver ekki. Því mælum við með góðum fótabúnaði. Þó eru boltarnir það sverir um sig að þegar leikmenn fara í tæklingar, fer boltinn í bolta næsta manns áður en fæturnir mætast. Boltarnir eru gerðir úr mjög slitsterku plasti. En líkt og í öllum öðrum íþróttum er alltaf möguleiki á meiðslum. Við mælum ekki með því að ófrískar konur, né þeir sem eru með háls, hné eða bakmeiðsli séu að spila bubblebolta. Spilamennska í bubblebolta er á ábyrgð þeirra sem taka þátt.

+ Hver er lágmarksaldurinn að spila?
Það er enginn lágmarksaldur. Við miðum við 12 ára aldur fyrir fullorðinsboltana. Ákjósanlegast er að hópurinn sem spilar saman sé á svipuðum aldri sem og hafi svipaða hæð en við getum einnig blandað saman barna og fullorðinsboltum.

+ Hvernig er uppsetningin og hversu langan tíma tekur að spila?
Við komum á svæðið og setjum allt upp áður en tíminn hefst. Leikmenn eru svo klæddir í boltana. Við förum yfir öryggisreglur og hvernig á að spila. Svo er smá upphitun til að venjast boltunum. Venjulegur spilatími er 60 mínútur (skipt upp í nokkra fótboltaleiki og hópeflisleiki). Hvað hver og einn spilar mikið fer eftir fjölda liða og fjölda leikmanna. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar og verð ef þið viljið halda mót eða spila lengur en 60 mínútur.

+ Hver er hámarks- og lágmarksfjöldinn að taka þátt?
Í raun er enginn hámarksfjöldi þátttakenda, en í hverjum leik eru ekki fleiri en 8-10 að spila í einu. Við mætum með 8-10 bolta á svæðið. Við mælum með að 6 - 10 manns séu að spila hvern leik.

+ Mun ég spila allan tímann?
Að spila bubblebolta tekur töluvert mikið á. Því reynum við að skipta hópnum í nokkur lið. Þá tökum við mót á milli liðanna og fleiri fá þá að taka þátt. Það mun koma ykkur á óvart hversu mikið það tekur á að spila bubblebolta!

+ Hvað ef það er rigning eða rok og við erum úti?
Ef það er rigning en ekki rok þá verðum við annaðhvort að vera á gervigrasi eða að færa okkur inn. Ef það er mikið rok eða rok og rigning þá verðum við að færa okkur inn. Því er mikilvægt að vera með inniaðstöðu til vara ef veðrið er ekki gott.

 

 

 

 

Hafið samband:

Sendu okkur línu og við höfum strax samband tilbaka! :-)  

E bubblebolti@gmail.com

Við getum ekki bókað tíma í gegnum síma, þ.e. við þurfum alltaf að fá staðfestingu í gegnum tölvupost. Ef þið viljið heyra í okkur þá er síminn: 

T +354 866 3904

Skráðu þig á póstlistann hér fyrir neðan: