Fjörið hefst hér! Bubblebolti er frábær skemmtun þar sem þátttakendur klæðast uppblásnum plastkúlum meðan spilaður er fótbolti ásamt ýmsum öðrum leikjum. Bubblebolti hentar mjög vel í hópeflisleiki, fyrir bæði hópa og fyrirtæki.
Bubblebolti er eins og venjulegur fótbolti þar sem liðið sem skorar flest mörk vinnur. Eini munurinn er að hver og einn leikmaður spilar inni í stórri plastkúlu sem ver líkamann frá höfði niður að hnjám.
Fótboltinn verður ennþá skemmtilegri þar sem leikmenn geta klesst á andstæðinginn og velt honum um koll. Ólíkt öðrum íþróttum er hvatt til þess að leikmenn lendi í samstuði! Allt er þetta gert til að komast að fótboltanum og fá frið til að skora mark.
Hér til hliðar er vídjó sem sýnir hvernig fótbolti er spilaður í bubblebolta.
Hér má einnig sjá frétt um bubblebolta og hvað hann gengur út á >>>